06. nóv. 2017

Lokaskýrsla samstarfsnefndar vegna bókunar 1

Út er kominn lokaskýrsla samstarfsnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara sem er samantekt á niðurstöðum byggð á lokaskýrslum sveitarfélaga og umbótaáætlunum grunnskóla vegna úrvinnslu þeirra á bókun 1 með kjarasamningi sem tók gildi 1. desember 2016.

Sveitarfélögum var gert að skila lokaskýrslu og tímasettri umbótatáætlun fyrir hvern skóla. Alls skiluðu 139 skólar umbótaáætlun og lokaskýrslur bárust frá 53 sveitarfélögum. Í gögnum sveitarfélaga koma fram ábendingar um stöðu ýmissa mála og almennur vilji þeirra til að bæta úr fjölmörgum þeirra efnisatriða sem tilgreind eru og fjallað er nánar um í lokaskýrslunni.

Lokaskýrsla samstarfsnefndar vegna bókunar 1.