Kjaraviðræður hefjast að nýju eftir hlé

Í morgun hófust kjaraviðræður samninganefndar sveitarfélaga að nýju eftir hlé sem gert var á viðræðum í júlí í samræmi við endurnýjaðar viðræðuáætlanir.

Í morgun hófust kjaraviðræður samninganefndar sveitarfélaga að nýju eftir hlé sem gert var á viðræðum í júlí í samræmi við endurnýjaðar viðræðuáætlanir. Að sögn Ingu Rúnar Ólafsdóttir, sviðsstjóra kjarasviðs, er stefnt að því að ljúka gerð kjarasamninga við starfsmannafélögin fyrir 15. september og félög háskólamanna fyrir 15. nóvember. Alls verða í haust gerðir 43 kjarasamningar við 61 stéttarfélag starfsmanna sveitarfélaga.