13. mar. 2018

Kjarasamningur við Félag grunnskólakennara undirritaður

  • UndirritunFG1

Samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara (FG) undirrituðu nú síðdegis nýjan kjarasamning. Gildistími samningsins er frá 1. apríl 2018 til 31. mars 2019. 

Kjarasamningurinn verður á næstu dögum kynntur sveitarfélögum og félagsmönnum FG, en niðurstaða úr atkvæðagreiðslu stéttarfélagsins um samninginn mun liggja fyrir þann 21. mars nk.

Samningurinn verður birtur á vef sambandsins verði hann samþykktur af báðum samningsaðilum.

Undirritun-FG-13032018Formenn samninganefnda handsala nýja kjarasamninginn að undirritun lokinni. F.v. Atli Atlason og Inga Rún Ólafsdóttir, samninganefnd sveitarfélaga og Ólafur Loftsson og Guðbjörg Ragnarsdóttir, samninganefnd grunnskólakennara. (LJósm. IH)