23. jan. 2017

Fundir um Vegvísi samstarfsnefndar SNS og FG

  • Trompetleikari_litil

Kjarasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga boðar til funda við þá forystumenn sveitarfélaga sem standa að rekstri grunnskóla og koma til með að bera ábyrgð á framkvæmd þess verkefnis sem  bókun eitt með kjarasamningi Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga felur í sér.  Á fundunum fer fram kynning á Vegvísi samstarfsnefndar samningsaðila sem sendur var út til sveitarfélaganna þann 13. febrúar sl. Einnig verður leitast við að svara spurningum fundarmanna um innihald hans og væntingar samningsaðila.

Fundurinn er ætlaður eftirtöldum aðilum:

  • Bæjar- og sveitarstjórum
  • Fræðslustjórum og starfsólki skólaskrifstofa sem kemur að verkefninu
  • Kjörnum fulltrúum
  • Formönnum/fulltrúum fræðslunefnda sveitarfélaga
  • Fjármálastjórum
  • Öðrum þeim aðilum sem sveitarfélagið telur mikilvægt að sitji slíkan fund og taki þátt í umræðum

Fundirnir verða haldnir á níu stöðum á landinu. Hér að neðan eru upplýsingar tímasetningu og staðsetningu þeirra.

Það er von okkar að sem flestir sjái sér fært að mæta og nýti þetta tækifæri til undirbúnings verkefninu.

 

Sveitarfélag/svæði Staðsetning fundar Dagsetning Tími
Kópavogsbær Fagrilundur, Furugrund 83, 200 Kópavogur Þriðjudagur 24. janúar 10:00-12:00
Reykjanesbær Íþróttaakademían í Reykjanesbæ, Krossmóa 58, 260 Reykjanesbæ Þriðjudagur 24. janúar 14.00-16:00
Borgarbyggð Landnámssetrið, Brákarbraut 13-15, 310 Borgarnes
Fimmtudagur 26. janúar 10:00-12:00
Sveitarfélagð Árborg Ráðhús Árborgar, 3. hæð, Austurvegur 2, 800 Selfoss Fimmtudagur 26. janúar 14:00-16:00
Ísafjarðarbær Stjórnsýsluhúsinu Ísafirði, Hafnarstræti 1, 400 Ísafjörður Mánudagur 30. janúar 13:00-15:00
Fjarðabyggð Fróðleiksmolinn, Búðareyri 1, Reyðarfirði, 730 Fjarðabyggð Miðvikudagur 1. febrúar 13:00-15:00
Akureyrarkaupstaður Brekkuskóli v/Skólastíg, 600 Akureyri Fimmtudagur 2. febrúar 09:30-11:30
Sveitarfélagið Skagafjörður Fundarsalur sveitarstjórnar, Sæmundargötu 7a, 550 Sauðárkrókur
Fimmtudagur 2. febrúar 13:00-15:00
Norðurþing Stjórnsýsluhús Norðurþings á Húsavík, Ketilsbraut 7-9, 640 Húsavík Föstudagur 3. febrúar 14:00-16:00