07. júl. 2016

Fundargerð 1. fundar Þjóðhagsráðs

Stofnfundur Þjóhagsráðs var haldinn 8. júní sl. Aðilar að ráðinu eru er forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Seðlabanka Íslands. Markmið Þjóðhagsáðs er að styrkja samhæfingu hagstjórnar og ákvarðana á vinnumarkaði. 

Á fundum ráðsins skal fjalla um stöðu í efnahagsmálum og ræða samhengi opinberra fjármála, peningastefnu og kjaramála í tengslum við helstu viðfangsefni hagstjórnar hverju sinni, og skal ráðið beina umfjöllun sinni sérstaklega að þáttum þar sem samhæfingu er helst ábótavant. Fundi ráðsins skal halda að lágmarki tvisvar á ári og skal fundargerð þeirra birt á heimasíðum aðila að ráðinu.

Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, undirritaði stofnyfirlýsingu Þjóðhagsráðs fyrir hönd sambandsins. Á fundinum vakti formaður sambandsins athygli á, að fjárfestingarstig ríkis og sveitarfélaga hefði verið lágt um langt árabil, sem sé óæskilegt, og uppsöfnuð þörf fyrir fjárfestingar í samfélagslegum innviðum því mikil.