04. jún. 2015

Félagsdómur vegna launasetningar sjúkraliða

Þann 20. maí 2015, féll dómur Félagsdóms í máli nr.1/2015, sem Sjúkraliðafélag Íslands höfðaði vegna ágreinings við samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga um túlkun á ákvæðum kjarasamnings aðila, sem undirritaður var 23. október á síðasta ári. Kjarasamningurinn nær til allra sjúkraliða sem starfa hjá sveitarfélögunum. Samband íslenskra sveitarfélaga mun una dómnum og laun sjúkraliða verða leiðrétt í samræmi við niðurstöðu dómsins.