Fréttir og tilkynningar: mars 2020

Fyrirsagnalisti

31. mar. 2020 : Borgaraleg skylda starfsmanna opinberra aðila

Husin-i-baenum-031

Það er borgaraleg skylda starfsmanna opinberra aðila að gegna störfum í þágu almannavarna á hættustundu. Opinberum aðilum er heimilt að fela starfsmönnum tímabundið breyttar starfsskyldur og að flytja starfsmenn tímabundið milli starfsstöðva og opinberra aðila til að sinna verkefnum sem hafa forgang á hættustundu.

Nánar...

26. mar. 2020 : Samið við slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn með aðstoð fjarfundabúnaðar

Í gærkvöldi var lokið við gerð kjarasamnings við Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Er þetta fyrsti kjarasamningurinn, sem samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélag lýkur, þar sem samningaferlið fer alfarið fram í formi fjarfunda. Þetta er búið að vera sérstakt ferðalag en gengið frábærlega í góðri samvinnu allra sem að því komu.

Nánar...

25. mar. 2020 : Staða kjaramála

Fjarhagsaaetlanir-A-hluta-sveitarfelaga-2018-2021

Á síðustu vikum hefur Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga gert fjölmarga samninga við hin ýmsu stéttarfélög sem gera samninga við sveitarfélögin. Að auki eru kjaraviðræður í gangi við nokkur stéttarfélög.

Nánar...

24. mar. 2020 : Efling aflýsir verkföllum

Efling stéttarfélag hefur tilkynnt Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga að yfirstandandi verkfallsaðgerðum Eflingar - stéttarfélags gagnvart sambandinu, sem tilkynnt var um 2. mars sl., hafi verið aflýst.

Nánar...

23. mar. 2020 : Kjarasamningar samþykktir hjá fjórum stéttarfélögum

SIS_Kjara_starfsmannamal_760x640

Atkvæðagreiðslur um kjarasamninga Sambands íslenskra sveitarfélaga við þrjú stéttarfélög; Samflot bæjarstarfsmanna, Kjöl, stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu, og við Starfsmannafélag Kópavogs, lauk í dag, 23. mars. Meirihluti félagsmanna tók þátt í atkvæðagreiðslu hjá öllum félögunum þremur og voru samningarnir allir samþykktir með miklum meirihluta atkvæða.

Nánar...

23. mar. 2020 : Slökkvilið Fjarðabyggðar sýnir gott fordæmi á erfiðum tímum

fjardabyggd

Slökkvilið Fjarðabyggðar óskaði eftir því við Samstarfsnefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, sunnudaginn 22. mars sl., að slökkviliðinu yrði heimilt að gera tímabundnar breytingar á vaktakerfi til að draga úr smithættu milli vakta og vaktmanna vegna COVID-19.

Nánar...

12. mar. 2020 : Skrifstofum sambandsins og lánasjóðsins lokað tímabundið

Rett_Blatt_Stort

Vegna ráðstafana til að verjast Covid-19 kórónaveirunni hefur skrifstofum Sambands íslenskra sveitarfélaga verið lokað tímabundið.

Nánar...

09. mar. 2020 : Kjarasamningar við BSRB undirritaðir og verkföllum aflýst

Samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og samninganefnd fjórtán bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB undirrituðu rétt eftir miðnætti nýjan kjarasamning.

Nánar...

05. mar. 2020 : Landsamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna frestar boðuðu verkfalli

Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna

Boðuðum verkfallsaðgerðum félagsmanna Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) hefur verið frestað á meðan hættustig almannavarna vegna kóronaveiru (COVID-19) er í gildi.

Nánar...

05. mar. 2020 : Landlæknir, sóttvarnalæknir og ríkislögreglustjóri lýsa yfir áhyggjum vegna verkfalla

Landlæknir, sóttvarnalæknir og ríkislögreglustjóri hafa sent frá sér sameiginlegt minnisblað þar sem lýst er áhyggjum þeirra vegna yfirstandandi og yfirvofandi verkfalla á vinnumarkaði.

Nánar...
Síða 1 af 2