Fréttir og tilkynningar: 2018
Fyrirsagnalisti
Umræðu- og samráðsfundir vegna kjaraviðræðna 2019

Kjarasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur að undanförnu verið á ferð og flugi um landið vegna komandi kjaraviðræðna. Starfsmenn sviðsins hafa fundað með sveitarfélögum allra landshluta að höfuðborgarsvæðinu undanskildu, en fundað verður með sveitarfélögum innan SSH í byrjun næstu viku.
Nánar...Forskot til framtíðar–ráðstefna um vinnumarkaðsmál

Ráðstefnan Forskot til framtíðar verður haldin föstudaginn 2. nóvember nk. frá klukkan 9 til 14:10 á Hilton Reykjavík Nordica. Til umfjöllunar verður vinnumarkaður framtíðarinnar, með áherslu á möguleg áhrif breyttrar heimsmyndar á náms- og atvinnutækifæri ungs fólks.
Nánar...Yfirlýsing frá Samninganefnd sveitarfélaga

Vegna ályktana frá ársfundi Skólastjórafélags Íslands þann 13. október sl. og undirritaðar eru af Þorsteini Sæberg, formanni félagsins, vill Samninganefnd sveitarfélaga, SNS, að staðreyndum málsins verði haldið til haga.
Nánar...#MeToo málefnum hvergi nærri lokið
Skipaður hefur verið aðgerðarhópur á vegum Velferðarráðuneytisins til að fylgja eftir þeim aðgerðum á vinnumarkaði sem miða að því að koma í veg fyrir einelti, kynferðislegt og kynbundið áreiti og ofbeldi á vinnustöðum.
Nánar...Kynningarfundir kjarasviðs vegna kjarasamnings við FG

Kjarasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga boðar til funda á nokkrum stöðum á landinu þar sem kynntur verður kjarasamningur grunnskólakennara sem undirritaður var 25. maí sl. og samþykktur var í atkvæðagreiðslu félagsmanna sem lauk 5. júní sl.
Nánar...Grunnskólakennarar samþykkja nýjan kjarasamning
Grunnskólakennarar hafa samþykkt nýjan kjarasamning. Niðurstöður úr allsherjaratkvæðagreiðslu innan Félags grunnskólakennara (FG) um samninginn voru kynntar fyrir stundu.
Nánar...Kennarar og stjórnendur í tónlistarskólum samþykja nýjan kjarasamningi
Úrslit í allsherjaratkvæðagreiðslu Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum um nýjan kjarasamning við samninganefnd sveitarfélaga liggja fyrir.
Nánar...Kjarasamningur við Félag grunnskólakennara undirritaður
Samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara (FG) undirrituðu nú síðdegis nýjan kjarasamning.
Nánar...Ný upplýsingasíða um launakjör grunnskólakennara
Birtar hafa verið á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga upplýsingar um launakjör grunnskólakennara og þróun þeirra. Unnið hefur verið að því um nokkurt skeið að gera niðurstöður úr launakönnun sambandsins aðgengilegar og var ákveðið að flýta þeirri vinnu í ljósi þess, að kjaraviðræður standa nú yfir á milli Félags grunnskólakennara (FG) og sambandsins.
Nánar...Kjarasamningurinn felldur
Niðurstöður úr allsherjaratkvæðagreiðslu í Félagi grunnskólakennara (FG) vegna kjarasamningsins sem undirritaður var 13. mars sl. liggja nú fyrir. Var samningurinn felldur 2.599 atkvæðum eða 68,5% greiddra atkvæða.
Nánar...- Fyrri síða
- Næsta síða