Fréttir og tilkynningar: 2015 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

02. mar. 2015 : Vinnumat grunnskólakennara samþykkt

Föstudaginn 27. febrúar samþykktu grunnskólakennarar leiðarvísi að vinnumati, dags. 13. febrúar 2015, og samkomulag Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Félags grunnskólakennara, dags. 16. febrúar 2015, um breytingar á kjarasamningi aðila. Þar með tekur vinnumat og aðrar umsamdar breytingar á vinnutímakafla kjarasamningsins gildi þann 1. ágúst 2015, en samningurinn gildir út maí 2016. Stjórn sambands íslenskra sveitarfélaga hefur einnig samþykkt vinnumatið og samkomulagið.

Nánar...

13. feb. 2015 : Ný skýrsla heildarsamtaka vinnumarkaðarins

Samstarfsnefnd um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga hefur gefið út skýrslu um efnahagsumhverfi og launaþróun í aðdraganda kjaraviðræðna. Að nefndinni standa fern samtök launafólks, þ.e. ASÍ, BHM, BSRB og KÍ og af hálfu vinnuveitenda, SA, Samband íslenskra sveitarfélaga og fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Nánar...
Síða 2 af 2