Fréttir og tilkynningar: september 2015
Fyrirsagnalisti
Mannauðsstjórar í nýjum hlutverkum eftir hrunið
Eftir efnahagshrunið varð tímabundin breyting á högum mannauðsstjóra sveitarfélaganna. Þeir fengu ný hlutverk í ljósi breyttra aðstæðna, þegar farið var í aðgerðir til að draga úr rekstrarkostnaði og bregðast við gjörbreyttum ytri aðstæðum.
Nánar...Áskorun að höfða til yngra fólks á vinnumarkaði
„Yngsta fólkið á vinnumarkaði er ekki eins tryggt og trútt vinnustaðnum sínum og fyrri kynslóðir. Það spyr hvað atvinnurekandinn geti gert fyrir sig frekar en hvað það sjálft geti gert fyrir atvinnurekandann.“
Nánar...Lífleg skoðanaskipti um vinnumat kennara
„Aðalmálið er að leggja áherslu á nám og framfarir nemenda í skólastarfinu og komast út úr mínútutalningu og argaþrasi um smáatriði, sem einkenndi tungutak og hugarfar kjarasamninga fyrri ára. Hugsa frekar um kjarnastarf skólans,“ sagði Karl Frímannsson, sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit, á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna. Hann var annar tveggja framsögumanna um innleiðingu og áhrif vinnumats grunnskólakennara.
Nánar...„Óútfylltur tékki“ starfsmatsins
„Hvernig datt ykkur í hug að setja á okkur þennan starfsmatspakka? Útgjaldaaukinn er upp á marga milljarða króna vegna launabreytinga á árunum 2014 og 2015, ég ýki ekkert með þeirri fullyrðingu. Þetta er arfavitlaust og óskiljanlegt! Ég krefst þess að næst verði gengið svo frá málum að starfsmat taki ekki gildi fyrr en því er lokið.“
Nánar...