Fréttir og tilkynningar: 2015

Fyrirsagnalisti

30. sep. 2015 : Mannauðsstjórar í nýjum hlutverkum eftir hrunið

Eftir efnahagshrunið varð tímabundin breyting á högum mannauðsstjóra sveitarfélaganna. Þeir fengu ný hlutverk í ljósi breyttra aðstæðna, þegar farið var í aðgerðir til að draga úr rekstrarkostnaði og bregðast við gjörbreyttum ytri aðstæðum.

Nánar...

29. sep. 2015 : Áskorun að höfða til yngra fólks á vinnumarkaði

„Yngsta fólkið á vinnumarkaði er ekki eins tryggt og trútt vinnustaðnum sínum og fyrri kynslóðir. Það spyr hvað atvinnurekandinn geti gert fyrir sig frekar en hvað það sjálft geti gert fyrir atvinnurekandann.“

Nánar...

28. sep. 2015 : Lífleg skoðanaskipti um vinnumat kennara

„Aðalmálið er að leggja áherslu á nám og framfarir nemenda í skólastarfinu og komast út úr mínútutalningu og argaþrasi um smáatriði, sem einkenndi tungutak og hugarfar kjarasamninga fyrri ára. Hugsa frekar um kjarnastarf skólans,“ sagði Karl Frímannsson, sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit, á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna. Hann var annar tveggja framsögumanna um innleiðingu og áhrif vinnumats grunnskólakennara.

Nánar...

22. júl. 2015 : Kjarasamningur við Félag skipstjórnarmanna undirritaður

Þann 20. júlí 2015 undirrituðu samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags skipstjórnarmanna samkomulag um breytingar og framlengingu kjarasamnings aðila. 

Nánar...

04. jún. 2015 : Vegna misvísandi frétta af félagsdómi

Vegna misvísandi fréttaflutnings Akureyrar-vikublaðs, þann 4. júní 2015, um dóm Félagsdóms í máli Sjúkraliðafélags Íslands gegn Akureyrarbæ vill Samband íslenskra sveitarfélaga koma eftirfarandi staðreyndum málsins á framfæri:

Nánar...

04. jún. 2015 : Félagsdómur vegna launasetningar sjúkraliða

Þann 20. maí 2015, féll dómur Félagsdóms í máli nr.1/2015, sem Sjúkraliðafélag Íslands höfðaði vegna ágreinings við samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga um túlkun á ákvæðum kjarasamnings aðila, sem undirritaður var 23. október á síðasta ári.

Nánar...

12. maí 2015 : Ársfundur LSS 2015

Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga verður haldinn þriðjudaginn 26. maí kl. 16:30 í húsakynnum BSRB að Grettisgötu 89, Reykjavík. Á dagskrá eru venjuleg ársfundarstörf skv. samþykktum sjóðsins og önnur mál sem löglega eru upp borin.

Nánar...

15. apr. 2015 : Aukið samstarf í kjaramálum á opinberum vinnumarkaði

Á samráðsfundi ríkis og sveitarfélaga, sem haldinn var í dag, skrifuðu Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenska sveitarfélaga, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri undir samkomulag um aukið samstarf opinberra vinnuveitenda í kjaramálum.

Nánar...

16. mar. 2015 : Starf sérfræðings á kjarasviði

SIS_Kjara_starfsmannamal_760x640

Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings á kjarasviði sambandsins. Leitað er að einstaklingi, karli eða konu, sem hefur til að bera frumkvæði, færni í mannlegum samskiptum, nákvæmni í vinnubrögðum og hæfni til að vinna sjálfstætt og með öðrum að fjölbreyttum verkefnum.

Nánar...
Síða 1 af 2