Fréttir og tilkynningar: 2014

Fyrirsagnalisti

25. nóv. 2014 : Kjarasamningur við Félag tónlistarskólakennara undirritaður í morgun

SIS_Kjara_starfsmannamal_760x640

Í morgunsárið var nýr kjarasamningur Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags tónlistarskólakennara (FT) undirritaður í húsi ríkissáttasemjara. Samningurinn gildir frá 1. nóvember 2014 til 31. október 2015.

Nánar...

21. nóv. 2014 : Tónlistarkennarar hafna samningstilboði 

Eftirfarandi bókun var gerð á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga á fundi hennar föstudaginn 21. nóvember 2014 (Jónína Erna Arnardóttir tók ekki þátt í umræðu og afgreiðslu málsins):

Nánar...

31. okt. 2014 : Kjarasamningur við Félag íslenskra hljómlistarmanna samþykktur

SIS_Kjara_starfsmannamal_760x640

Þann 22. október undirritaði Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) nýjan kjarasamning við Félag íslenskra hljómlistarmanna. Samningurinn gildir frá 1. mars 2014 til 31. júlí 2015. Laun tónlistarkennara hækka í tveimur áföngum á samningstímabilinu, annars vegar um 3,2% frá 1. mars 2014 og um 4,3% frá 1. nóvember 2014. Kostnaðarmat samningsins er 7,5%.

Nánar...

16. jún. 2014 : Nýjar sveitarstjórnir

Rett_Blatt_Stort_a_vefinn

Þann 15. júní tóku nýjar sveitarstjórnir við völdum og eru flestar nýkjörnar sveitarstjórnir að koma saman til fyrsta fundar þessa dagana til þess að kjósa sér oddvita, kjósa í nefndir og jafnvel að ganga frá ráðningum framkvæmdastjóra sveitarfélaga.

Nánar...

11. apr. 2014 : Samkomulag um framlengingu kjarasamninga 11 BHM félaga samþykkt

SIS_Kjara_starfsmannamal_760x640
Þann 30. mars sl. undirrituðu samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og 12 aðildarfélaga Bandalags háskólamanna samkomulag um breytingu og framlenginu á kjarasamningum aðila. Ljósmæðrafélag Íslands  felldi kjarasamninginn en aðra samninga hafa samningsaðilar samþykkt. Samkomulagið er birt hér á heimasíðu okkar. Nánar...

30. mar. 2014 : Samkomulag um framlengingu kjarasamninga við 12 aðildarfélög Bandalags háskólamanna undirritað í kvöld

SIS_Kjara_starfsmannamal_760x640

Í kvöld undirrituðu samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og 12 aðildarfélaga Bandalags háskólamanna samkomulag um breytingu og framlenginu á kjarasamningum aðila, með gildistíma frá 1. mars 2014 til 31. ágúst 2015.

Nánar...

19. mar. 2014 : Vegna tillögu samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga til Félags grunnskólakennara

Rett_Blatt_Stort
Vegna fréttaflutnings af samningaviðræðum Sambands íslenskra sveitarfélaga við Félag grunnskólakennara (FG), vill samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) koma því á framfæri að sambandið hefur aldrei lagt fram tilboð til Félags grunnskólakennara um skammtímasamning með 2,8% launahækkun. Nánar...

12. mar. 2014 : Ný skýrsla um aðgerðir evrópskra sveitarfélaga til að stemma stigu við atvinnuleysi ungs fólks

photo_chomage_des_jeunes-0

Evrópusamtök sveitarfélaga (CEMR) hafa birta nýja skýrslu sem varpar ljósi á mikilvægi samstarfs sveitarstjórnarstigsins, allra aðila vinnumarkaðarins og ríksvaldsins til að stemma stigu við atvinnuleysi ungs fólks.

Nánar...

20. feb. 2014 : Konur í „karlastörfum“

KonurIKarlastorfum

Aðgerðarhópur stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti efnir til opins morgunverðarfundar um konur í hefðbundnum karlastörfum á Grand Hóteli í Reykjavík, miðvikudaginn 26. febrúar nk. Markmið fundarins er að efna til umræðu um mögulegar leiðir til að fjölga konum á fagsviðum þar sem karlar hafa verið í meirihluta.

Nánar...