Fréttir og tilkynningar: 2013

Fyrirsagnalisti

21. okt. 2013 : Ný skýrsla heildarsamtaka vinnumarkaðarins

Skyrsla
Samstarfsnefnd um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga hefur gefið út skýrslu um efnahagsumhverfi og launaþróun í aðdraganda kjaraviðræðna. Að nefndinni standa fern samtök launafólks, þ.e. ASÍ, BHM, BSRB og KÍ og af hálfu vinnuveitenda, SA, Samband íslenskra sveitarfélaga og fjármála- og efnahagsráðuneyti. Nánar...

09. okt. 2013 : Stefnumótun í vinnuvernd

Vinnuvernd

Samband íslenskra sveitarfélaga minnir á ráðstefnu um stefnumótun í vinnuvernd sem haldin verður á Grand hóteli í Reykjavík fimmtudaginn 24. október 2013. Markmið ráðstefnunnar er að kalla eftir áhersluatriðum í vinnuvernd frá sem flestum aðilum á íslenskum vinnumarkaði.

Nánar...

23. ágú. 2013 : Hækkun launa félagsmanna FL þann 1. september 2013

Samkvæmt niðurstöðu ábyrgðarnefndar vegna framkvæmdar launaleiðréttingar kjarasamnings Félags leikskólakennara (FL) og samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) frá 23. ágúst 2012 breytast laun félagsmanna FL í starfi hjá sveitarfélögum í eftirfarandi atriðum:

Nánar...

24. jún. 2013 : Nám er vinnandi vegur

Nam-er-vinnandi

Nám er vinnandi vegur er samstarfsverkefni fyrri ríkisstjórnar við aðila vinnumarkaðarins um átak á sviði vinnumarkaðsaðgerða og eflingu menntunar í samræmi við tillögur samráðshóps um vinnumarkaðsmál. Vinnumálastofnun sá um framkvæmd verkefnisins gagnvart atvinnuleitendum.

Nánar...

12. jún. 2013 : Samkomulag um stofnun samstarfsnefndar um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga

SIS_Kjara_starfsmannamal_760x640

Þriðjudaginn 11. júní skrifuðu heildarsamtök launafólks og vinnuveitenda ásamt stjórnvöldum undir samkomulag um að setja á stofn „Samstarfsnefnd um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga.“ Nefndin er skipuð forystumönnum þeirra sem að samkomulaginu standa en ríkissáttasemjari stýrir starfi nefndarinnar. Nefndin er sett á fót með það að markmiði að bæta þekkingu og vinnubrögð við undirbúning kjarasamninga og auka skilvirkni við gerð þeirra. Nefndin mun taka saman upplýsingar til undirbúnings kjarasamninga árin 2013 og 2014 og verður starf hennar endurmetið fyrir árslok 2015.

Nánar...

22. maí 2013 : Kjarasamningur og vinnumarkaður á Norðurlöndum

Kynning-vinnumarkadur

Fulltrúar heildarsamstaka á almennum og opinberum vinnumarkaði kynntu skýrslu vinnuhóps samtakanna um fyrirkomulag kjarasamninga á Norðurlöndum þriðjudaginn 21. maí síðastliðinn. Skýrslan er samantekt vinnuhópsins sem aflað var með heimsókn til Danmörku, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar þar sem fundað var með fulltrúum launþegasamtaka, vinnuveitenda og embættis ríkissáttasemjara.

Nánar...

30. apr. 2013 : Samskipti skóla og trúfélaga á öllum skólastigum

SIS_Skolamal_760x640

Mennta- og menningarmálaráðuneytið skipaði hinn 4. október 2012 starfshóp til þess að leggja fram tillögur um með hvaða hætti skuli staðið að samskiptum skóla og trúfélaga á öllum skólastigum. Starfshópurinn var skipaður hagsmunaaðilum sem tilnefndir voru af Biskupsstofu, Heimili og skóla, Kennarasambandi Íslands, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Siðmennt auk fulltrúa ráðuneytisins.

Nánar...

27. mar. 2013 : Landshlutafundir kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga

SIS_Stjornsysla_sveitarfel_760x640

Í apríl og maí munu sérfræðingar kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga halda fundi með sveitarstjórnarmönnum og embættismönnum sveitarfélaga í öllum landshlutum. Tilgangur fundanna er að leita eftir sjónarmiðum þeirra varðandi framkvæmd kjarasamninga og áherslum í komandi kjaraviðræðum. Niðurstöðurnar mun kjarasviðið nýta við undirbúning samningastefnu stjórnar sambandsins.

Nánar...

14. feb. 2013 : Niðurstaða forsendunefndar kjarasamninga

Forsendunefnd

Þann 13. febrúar skilaði forsendunefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi aðildarfélaga ASÍ, BHM, BSRB og KÍ v. SÍ, FSL, FT og FL, niðurstöðu sinni varðandi viðbrögð við breytingu kjarasamninga á almennum markaði.  Samkvæmt henni verða eftirfarandi breytingar gerðar á kjarasamningum starfsmanna sveitarfélaga:

Nánar...
Síða 1 af 2