Fréttir og tilkynningar: ágúst 2011
Fyrirsagnalisti
Styrkir til vinnustaðanáms

Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til fyrirtækja eða stofnana sem taka nemendur í vinnustaðanám. Markmið styrkjanna er að hvetja fyrirtæki eða stofnanir til þess að taka við nemendum sem stunda vinnustaðanám sem hluta af námi á framhaldsskólastigi og gera þeim kleift að ljúka tilskildu vinnustaðanámi samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla.
Nánar...Yfirlýsing frá SNS
Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga og samninganefnd Félags leikskólakennara hafa fyrir milligöngu ríkissáttasemjara reynt að ná samkomulagi um framkvæmd boðaðs verkfalls leikskólakennara þann 22. ágúst næstkomandi. Þær viðræður hafa ekki skilað árangri.
Nánar...Lögfesting á greiðsluskyldu launagreiðenda til VIRK

Samkvæmt lögum sem samþykkt voru á Alþingi í júní síðastliðnum (breyting á lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða) þá ber öllum launagreiðendum að greiða 0,13% af heildarlaunum allra starfsmanna sinna til VIRK – Starfsendurhæfingarsjóðs frá og með 1. september 2011 – þ.e. miða skal við iðgjaldastofn septembermánaðar 2011.
Nánar...