Fréttir og tilkynningar: 2010

Fyrirsagnalisti

21. des. 2010 : Samkomulag um launasetningu félagsmanna SFR

SIS_Kjara_starfsmannamal_760x640

Samband íslenskra sveitarfélaga og  SFR stéttarfélag í almannaþjónustu hafa undirritað samkomulag um launasetningu starfsmanna málefna fatlaðra við yfirfærslu málaflokksins frá ríki til sveitarfélaga nú um áramótin.Með samkomulaginu er náð utan um fyrirkomulag launasetningar félagsmanna SFR, sem gildir þar til aðilar hafa lokið gerð kjarasamnings. Hér fyrir neðan má sjá samkomulagið í heild sinni:

Nánar...

25. nóv. 2010 : Aukið samstarf í framhaldsfræðslu

SIS_Kjara_starfsmannamal_760x640

Mennta- og menningarmálaráðuneyti, Alþýðusamband Íslands (ASÍ), Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB), Samtök atvinnulífsins (SA), fjármálaráðuneyti, og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu í gær yfirlýsingu um að efla samstarf sitt um að hækka menntunarstig íslensku þjóðarinnar til aukinnar virkni í atvinnulífi og samfélaginu í heild.

Nánar...

08. nóv. 2010 : Ársfundur Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins

Fraedslumidstod-atvinnulifsins

Fimmtudaginn 18. nóvember næstkomandi mun Fræðslumiðstöð atvinnulífsins halda ársfund sinn undir yfirskriftinni Hvað hvetur, hvað letur? Fundurinn verður haldinn á Nordica Hilton hótel frá 13:30 til 16:30. Þema fundarins er þátttaka og hvatning til náms

Nánar...

06. okt. 2010 : Stöðugildum fækkar hjá sveitarfélögum

SIS_Kjara_starfsmannamal_190x160

Fjöldi stöðugilda sveitarfélaga drógst saman um 190 eða úr 19.430 í 19.240 milli áranna 2009 og 2010.  Þetta þýðir um 1% samdrátt í vinnuafli sveitarfélaganna frá fyrra ári.Þegar fjallað er um stöðugildi er átt við fjölda starfa m.v. 100% starfshlutfall. Fjöldi starfsmanna hjá sveitarfélögum eru töluvert fleiri en fjöldi stöðugilda gefur til kynna þar sem margir eru í hlutastarfi. 

Nánar...

10. ágú. 2010 : Betri tenging og aukin samþætting milli skólastiga

Nam

Kjarasvið hefur gefið út skýrslu með niðurstöðum úr könnun á framkvæmd samreksturs skóla. Könnunin var gerð í samvinnu við Félag leikskólakennara og Skólastjórafélag Íslands. Samkvæmt upplýsingum sveitarfélaga er um að ræða 13 skóla með leik- og grunnskólastig í samrekstri, þrjá skóla með grunn- og tónlistarskóla í samrekstri og átta skóla þar sem öll þrjú stigin eru rekin saman undir stjórn eins skólastjóra.

Nánar...

05. ágú. 2010 : Grunnupplýsingar um kjaradeilu LN og LSS

pusl

Launanefnd sveitarfélaga hefur tekið saman grunnupplýsingar um kjaradeilu Launanefndar sveitarfélaga og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna.

Nánar...

07. maí 2010 : Fréttabréf kjarasviðs

Frettabref-2010_2-1

2. tbl. fréttabréfs kjarasviðs er komið út. Í fréttabréfinu er m.a. sagt frá nýrri stjórn Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, en Samband íslenskra sveitarfélaga varð aðili að henni fyrr í vikunni.

Nánar...

07. maí 2010 : Samband íslenskra sveitarfélaga verður aðili að Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Fraedslumidstod-atvinnulifsins

Á aðalfundi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) 6. maí sl. var samþykkt að BSRB, Samband íslenskra sveitarfélaga og fjármálaráðuneytisins verði aðilar að félaginu, auk Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins.

Nánar...

23. mar. 2010 : Fréttabréf kjarasviðs

Frettabref-2010_1

Kjarasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur tekið upp á þeirri nýbreytni að gefa út fréttabréf. Tilgangurinn með útgáfu þess er að efla upplýsingastreymi um kjaramál til stjórnenda, launafulltrúa og annarra sem að starfsmannamálum og framkvæmd kjarasamninga koma hjá sveitarfélögunum.

Nánar...