Kennsla heldur áfram

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur tekið saman svör við nokkrum algengum spurningum sem tengist skólastarfi á neyðarstigi almannavarna. Ráðuneytið minnir á að þrátt fyrir að yfirlýst neyðarstig almannavarna hafi bein og óbein áhrif á skólastarf í landinu þá er skólastarf í fullum gangi víðast hvar.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur tekið saman svör við nokkrum algengum spurningum sem tengist skólastarfi á neyðarstigi almannavarna. Ráðuneytið minnir á að þrátt fyrir að yfirlýst neyðarstig almannavarna hafi bein og óbein áhrif á skólastarf í landinu þá er skólastarf í fullum gangi víðast hvar.

Skólastjórnendur, nemendur og foreldrar hafa almennt sýnt yfirvegun og ábyrgð í því ástandi sem nú er en rétt er að horfa til fyrirmæla í nýsamþykktri landsáætlun sóttvarnarlæknis og ríkislögreglustjóra. Þar segir:

• Skólar munu halda uppi starfsemi eins lengi og unnt er.
• Markmið er að starfsmenn skóla haldi áfram störfum þó nemendur eða starfsfólk sé sent heim vegna sóttvarnaráðstafana.
• Skipuleggja [skal] hlutverk kennara í fjarkennslu og heimanámi.
• Skrá [skal] sérstaklega fjarvistir nemenda og starfsmanna vegna viðkomandi veikinda.
• Hugað verði að því að nemendum í brotthvarfshættu bjóðist stuðningur námsráðgjafa þar sem því verður við komið.

Komi til samkomubanns á síðari stigum munu skólar vinna eftir uppfærðum áætlunum, enda er mikilvægt að skólastarf haldi áfram þótt aðstæður breytist. Almennt er miðað við að kennarar mæti til vinnu í samkomubanni og sinni sínum störfum með fjarkennslu þar sem henni verður komið við, gerð heimaverkefna o.s.frv.

Til glöggvunar hefur ráðuneytið tekið saman svör við nokkrum algengum spurningum sem tengist skólastarfi á neyðarstigi almannavarna.