Kennarar og stjórnendur í tónlistarskólum samþykja nýjan kjarasamningi

Úrslit í allsherjaratkvæðagreiðslu Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum um nýjan kjarasamning við samninganefnd sveitarfélaga liggja fyrir.

Úrslit liggja fyrir í allsherjaratkvæðagreiðslu Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum um kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Á kjörskrá voru 484 félagsmenn og greiddu af þeim 240 atkvæði eða 49,6% félagsmanna. Var samningurinn samþykktur með miklum meirihluta atkvæða:

  • Já sögðu 87,92%
  • Nei sögðu 10,00%
  • Auðir seðlar 2,08%

 Samningstími er frá 1. apríl 2018 til 31. mars 2019.

 Samningurinn hefur verið birtur hér á vef sambandsins