Kannanir sambandsins um innleiðingu hringrásarhagkerfis

Um áramótin tóku gildi ný lög vegna innleiðingar hringrásarhagkerfis þar sem  og sveitarfélög gegna  lykilhlutverki. Samband íslenskra sveitarfélaga setur nú á fót röð kannana til að kanna stöðu innleiðingar laganna.

Áætlun sambandsins um þessa upplýsingasöfnun er eftirfarandi:

Fyrsta könnun send út 13. mars, skilafrestur til og með 26. mars

Önnur könnun send út 27. mars, skilafrestur til og með 18. apríl

Þriðja könnun send út 19. apríl, skilafrestur til og með 3. maí

Kannanirnar eru unnar í tengslum við átakið Samtaka um hringrásarhagkerfi  sem sambandið setti á fót með aðstoð Umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytisins. Kannanirnar eru framhald af fyrri könnun sem var framkvæmd sumarið 2022. Markmið átaksins er að aðstoða sveitarfélög við að innleiða nýleg lagaákvæða um úrgangsmál og innleiðingu hringrásarhagkerfis sem tóku gildi 1. janúar 2023.

Óskað er eftir því að það starfsfólk sem hefur besta þekkingu á stöðu úrgangsmála, bæði hvað varðar framkvæmd og rekstur í sveitarfélaginu svari könnuninni.

Hafir þú einhverjar spurningar varðandi könnunina er bent á að hafa samband við Eygerði Margrétardóttur eða Þorgerði M. Þorbjarnardóttur sem eru báðar sérfræðingar á lögfræði- og velferðarsviði sambandsins, netföng þeirra eru eygerdur.margretardottir@samband.is og thorgerdurm@samband.is.

Óskað er eftir að hvert sveitarfélag svari könnuninni einu sinni. Niðurstöður könnunarinnar verða teknar heildrænt saman yfir landið en ekki eftir sveitarfélögum.

Fyrsta könnunin inniber 22 spurningar og áætlað er að það taki um 10-20 mínútur að svara þeim. Þess er vinsamlega óskað að könnuninni verði svarað í síðasta lagi fyrir 26 . mars nk.

Hlekk á könnunina má finna hér: https://forms.office.com/e/1pn3TULkzL