Ítarlegri umsögn sambandsins um fjármálaáætlun 2020-2024 fylgt eftir við fjárlaganefnd

Samband íslenskra sveitarfélaga skilaði ítarlegri umsögn um fjármálaáætlun 2020-2024 til fjárlaganefndar Alþingis í morgun. Farið er þar yfir þá hnökra sem orðið hafa á samskiptum ríkis og sveitarfélaga í tengslum við þá einhliða ákvörðun ríkisstjórnarinnar að frysta framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á árunum 2020 og 2021. Skerðingin nemur samtals 3-3,5 ma.kr. og bitnar hún harðast á fámennum sveitarfélögum. Gerð er skýlaus krafa um að Alþingi dragi til baka þessi áform ríkisstjórinarinnar.

Samband íslenskra sveitarfélaga skilaði ítarlegri umsögn um fjármálaáætlun 2020-2024 til fjárlaganefndar Alþingis í morgun. Farið er í umsögninni yfir þá hnökra sem orðið hafa á samskiptum ríkis og sveitarfélaga í tengslum við þá einhliða ákvörðun ríkisstjórnarinnar að frysta framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á árunum 2020 og 2021. Skerðingin nemur samtals 3-3,5 ma.kr. og bitnar harðast á fámennum sveitarfélögum. Gerð er skýlaus krafa um að Alþingi dragi til baka þessi áform ríkisstjórnarinnar.

Það er skýlaus krafa sveitarfélaga landsins að Alþingi dragi til baka áform ríkisstjórnarinnar um frystingu framlaga til jöfnunarsjóðs.“

Einnig er í umsögninni fjallað um áhrif nýgerðra „lífskjarasamninga“ á almennum vinnumarkaði á fjárhag sveitarfélaga. Kemur skýrt fram að kjarasamningarnir og aðgerðir stjórnvalda sem af þeim leiða, munu valda sveitarfélögunum verulegu tekjutapi og auknum kostnaði, sem gæti numið allt að sextán milljörðum króna á gildistíma kjarasamninganna. Þar vega m.a. þungt tillögur um aðgerðir í húsnæðismálum.

Í umsögninni er einnig farið nokkuð ítarlega yfir einstök málefnasvið í fjármálaáætluninni enda snúa fjölmargar aðgerðir að samskiptum ríkis og sveitarfélaga. Á meðal atriða sem sambandið leggur mesta áherslu á má nefna:

  • Að innheimtuþóknun sem sveitarfélögin greiða ríkinu fyrir innheimtu útsvars í staðgreiðslu verði lækkuð verulega.
  • Að tryggt verði fjármagn til sóknaráætlana landshluta og til almenningssamgangna.
  • Að tekjur af gistináttaskatti færist til sveitarfélaga og að gripið verði til aðgerða til að bæta stöðu ferðaþjónustufyrirtækja á landsbyggðinni.
  • Að hraðað verði vinnu við mótun tillagna um skattlagningu orkumannvirkja.
  • Að framkvæmdum við ofanflóðavarnir verði hraðað.
  • Að unnið verði áfram að umbótum í menntamálum, með áherslu á nýliðun í kennarastétt.
  • Að rekstrarforsendur hjúkrunar- og dagdvalarrýma á öldrunarstofnunum verði treystar, þannig að daggjöld taki mið af kröfulýsingum fyrir þessar stofnanir.
  • Að teknar verði upp viðræður milli ríkis og sveitarfélaga um hvernig hægt verði að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóladvalar.

Á fundinum með fjárlaganefnd í morgun, var ábendingum í umsögn sambandsins almennt vel tekið af hálfu nefndarmanna og var því heitið að þær fengju vandaða skoðun.

Fulltrúar sambandsins áttu fund með fjárlaganefnd í morgun. Ábendingum í umsögninni var almennt vel tekið af hálfu nefndarmanna og var því heitið að þær fengju vandaða skoðun.

Einnig var rætt all ítarlega um þá fordæmalausu stöðu að fjármálaáætlun er lögð fram á Alþingi án þess að fyrir liggi samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga eins og kveðið er á um í lögum um opinber fjármál. Sambandið væntir þess að fjárlaganefnd leiðrétti frumhlaup ríkisstjórnarinnar og dragi til baka frystingu framlaga til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

Sveitarfélög eru hvött til að fjalla um umsögn sambandsins ásamt fjármálaáætluninni og senda frá sér umsögn um málið. Frestur til að senda fjárlaganefnd umsögn er til 12. maí nk.