Samband íslenskra sveitarfélaga á aðild að Evrópusamtökum sveitarfélagasambanda, CEMR. Þetta eru breiðustu og fjölmennustu hagsmunasamtök sveitarstjórnarstigins í Evrópu. Yfir 60 sveitarfélaga- og svæðasamtök á landsvísu frá 41 landi eiga aðild að samtökunum. Aðildarsamtökin eru fulltrúar yfir 100.000 sveitarfélaga og svæða í Evrópu.
Samband íslenskra sveitarfélaga á aðild að Evrópusamtökum sveitarfélagasambanda, CEMR. Þetta eru víðtækustu og fjölmennustu hagsmunasamtök sveitarstjórnarstigins í Evrópu. Yfir 60 sveitarfélaga- og svæðasamtök á landsvísu frá 41 landi eiga aðild að samtökunum. Aðildarsamtökin eru fulltrúar yfir 100.000 sveitarfélaga og svæða í Evrópu.
Pólitísk stefnumótunarnefnd samtakanna kom saman til fundar í frönsku borginni Orléans 23.-24. janúar. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Aldís Hafsteinsdóttir og varaformaður Heiða Björg Hilmisdóttir, voru fulltrúar sambandsins á fundinum. Á fundinum var valin ný yfirstjórn til næstu þriggja ára. Hún er skipuð 10 konum og 10 körlum og endurspeglar pólitíska og landfræðilega breidd í Evrópu og jafna stöðu kynjanna. Sambandið á aðild að yfirstjórn samtakanna í fyrsta sinn þar sem Aldís var valin í framkvæmdaráð samtakanna sem fulltrúi Norðurlandanna.
Hin nýja yfirstjórn mun vinna að framgangi stefnumála CEMR næstu þrjú árin, m.a. að því að koma á framfæri sjónarmiðum evrópskra sveitarfélaga og svæða í tengslum við boðaðar umbætur á ESB. Annað stórt mál er að vinna að staðfæringu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.
Næsti stóri viðburður CEMR er Allsherjarþing þess sem verður haldið í Innsbruck, Austurríki 6.-8. maí nk. Það verður helgað Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Landsþingið er opið sveitarstjórnarmönnum í öllum aðildarlöndum og óhætt er að fullyrða að dagskráin á ríkt erindi við íslenskra sveitarstjórnarmenn.
Á myndinni hér að ofan má sjá Aldísi Hafsteinsdóttur, formann sambandsins, og Heiðu Björgu Hilmisdóttur, stjórnarmann í stjórn sambandsins, á þinginu í Orléans. Myndin hér að neðan er yfirlitsmynd yfir fundarsalinn í Orléans 2020.
Yfirlit um yfirstjórn samtakanna
President
- Stefano Bonaccini, President of the Emilia-Romagna Region, President of AICCRE (CEMR's Italian section)
Co-Presidents
- Gunn Marit Helgesen, Councillor of Vestfold and Telemark County, President of the Norwegian Association of Local and Regional Governments (KS)
- Christoph Schnaudigel, President of the Karlsruhe Landkreis
Chair of the Financial Management Committee
- Christine Oppitz-Plörer, Innsbruck City Councillor
Executive Presidents
- Aleksandra Dulkiewicz, Mayor of Gdansk
- Anne Hidalgo, Mayor of Paris
- Anders Knape, Lord Mayor of Karlstad City Council, President of the Swedish Association of Local Authorities and Regions (SALAR)
- Fernando Medina, Mayor of Lisbon
- Jan Van Zanen, Mayor of Utrecht and European Co-President of UCLG
Vice-Presidents
- Mariana Gâju, Mayor of Cumpăna, First Vice-President of the Association of Romanian Communes (ACOR)
- Victor Hadjiavraam, Mayor of Morphou
- Aldis Hafsteinsdóttir, Councillor and Mayor of Hveragerðisbær, President of the Association of Local Authorities in Iceland (IS)
- Christiane Horsch, Mayor of Schweich
- Philippe Laurent, Mayor of Sceaux
- Carlos Martínez Mínguez, Mayor of Soria
- Fatma Șahin, Mayor of Gaziantep Metropolitan Municipality
- Izzi Seccombe, Leader of Warwickshire County Council, Deputy-Chair and Conservative Group Leader of the Local Government Association (LGA)
- Tiit Terik, Chairman of Tallinn City Council
- Tamar Taliashvili, Tbilisi City Assembly, Vice-President of NALAG
- Bart Tommelein, Mayor of Oostende