Innviðir og loftslagsbreytingar

Föstudaginn 3. febrúar sl. stóðu Samband íslenskra sveitarfélaga og Mannvit fyrir fræðsluviðburði og pallborðsumræðu á Grand hótel Reykjavík.

Framsögufólk og þátttakendur í pallborðsumræðum á fundinum sl. föstudag.

Á fundinum var fjallað um loftslagsbreytingar á Íslandi; áhrif á sveitarfélög, fyrirtæki, íbúa og innviði í landinu.

Almenn ánægja var með fundinn en markmið hans var að ræða áhrif loftslagsbreytinga á nærumhverfi okkar, kynna aðgerðir og leiðir til undirbúnings við að verja fyrirtækin, innviði og samfélagið. Jafnframt var fjallað um hver lærdómur sveitarfélaga sé og til hvaða mótvægisaðgerða megi grípa.

Í lokin voru pallborðsumræða þar sem aðilar frá Almannavörnum, Reykjavíkurborg og Sambandi íslenskra sveitarfélaga ræddu þær áskoranir sem fyrirtæki og sveitarfélög standa nú frammi fyrir.

Upptaka frá fundinum er aðgengileg hér að neðan og á vefsíðu fundarins þar sem einnig má finna dagskrá hans.