Innleiðing heimsmarkmiðanna í sveitarfélögum

Sambandið stóð fyrir fræðslufundi 29. mars sl. um innleiðingu heimsmarkmiðanna í sveitarfélögum. Fundurinn var sérstaklega ætlaður sveitarfélögum sem eru ekki byrjuð að vinna með markmiðin.

Fundurinn var haldinn í tengslum við könnun á heimsmarkmiða- og sjálfbærnivinnu sveitarfélaga vegna þátttöku sveitarfélaga í skýrslu Íslands til Sameinuðu þjóðanna um framgang markmiðanna.  Þau sveitarfélög sem hafa ekki ennþá svarað könnuninni eru eindregið hvött til að svara henni. Svarfrestur rennur út 31. mars nk. Tengill á könnunina var sendur með bréfi sambandsins, dags. 15. mars sl., til allra sveitarstjórna.

Mikilvægt er að fá svör frá öllum sveitarfélögum hvort sem þau eru að vinna með markmiðin eða ekki. Tilgangur könnunarinnar er að fá yfirsýn yfir heimsmarkmiða- og sjálfbærnivinnu sveitarfélaga, m.a. til að vita meira um stuðningsþarfir og -óskir þeirra.