Innkaupamaður ársins 2018

Ríkiskaup veittu þremur opinberum aðilum viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur og vinnubrögð í opinberum innkaupum á innkaupadeginum 2018. Er þetta í fyrsta sinn sem slík viðurkenning er veitt.

Ríkiskaup veittu þremur opinberum aðilum viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur og vinnubrögð í opinberum innkaupum á innkaupadeginum 2018. Er þetta í fyrsta sinn sem slík viðurkenning er veitt.

Þeir sem hlutu viðurkenningu voru Kristján Valdimarsson, deildarstjóri innkaupadeildar fyrir hönd Landsspítala Háskólasjúkrahúss, Lilja Ástudóttir, innkaupastjóri fyrir hönd Kópavogsbæjar og Jón Ingi Benediktsson, innkaupastjóri fyrir hönd Reykjanesbæjar.

Í umsögn dómnefndar kom fram, að Landspítali hlaut viðurkenningu sína aðallega fyrir áherslu á vistvæn innkaup, auk þeirra fjölmörgu verkefna sem sjúkrahúsið hefur unnið í innkaupum og aðlögun ferla með sjálfbærni að leiðarljósi.

Viðurkenningu sína hlaut Kópavogsbær fyrir þann óþrjótandi kraft og samstarfsvilja, sem hefur reynst rammasamningsteymi Ríkiskaupa ómetanlegur liðsauki. Árvekni og aðhald vegna rammasamninga og notkun þeirra var dómnefnd þar efst í huga.

Þá hlaut Reykjanesbær viðurkenningu fyrir frumkvæði sem sveitarfélagið sýndi við kaup á ritföngum fyrir grunnskólana í örútboði innan rammasamnings. Í kjölfarið tóku Ríkiskaup við boltanum og buðu umrædd kaup út fyrir fjölmörg sveitarfélög í sameiginlegu örútboði.

Nálgast má dagskrá og glærur frá innkaupdeginum hér að neðan.

Vidurkenning