Ingimar nýr verkefna- og kynningarstjóri íslensku æskulýðsrannsóknarinnar

Ingimar Guðmundsson hefur verið ráðinn verkefna- og kynningarstjóri íslensku æskulýðsrannsóknarinnar og mun hann hefja störf í september næstkomandi.

Ingimar bý yfir fjölbreyttri og alþjóðlegri reynslu í frístunda- og skólamálum ásamt verkefna- og teymisstýringu. Hann hefur mikla reynslu af því að stýra fræðslu- og kynningarstarfi með ólíkum útfærslum með ólíkum hópum. Þá hefur hann góða þekkingu og reynslu af málefnum sem snúa að velferð og menntun barna og unglinga

Ingimar hefur undanfarin ár starfað sem forstöðumaður frístundamála hjá Hveragerðisbæ þar sem hann stýrði einu framsæknasta frístundarstarfi á Íslandi, en það var tilnefnt til íslensku Menntaverðlaunanna 2023. Áður starfaði Ingimar sem teymisstjóri hjá The International English School Huddinge í Stokkhólmi þar sem hann stýrði teymi af hegðunarráðgjöfum, sérkennslustjóra og skólahjúkrunarfræðing og bar ábyrgð á öllum samskipta- og hegðunarmálum nemenda.

Þá hefur hann haldið kynningar og fræðsluerindi um allt land með það að markmiði að efna frístundastarf á Íslandi.