Hvalreki

Frá árinu 2021 hefur verið unnið að uppfærslu á verklagsreglum um Hvalreka á vegum Umhverfisstofnunar, en samráð var haft við Samband íslenskra sveitarfélaga og fleiri hagaðila við gerð þeirra.

Mynd af hvalahræum af vef Umhverfisstofnunar.

Vakin er athygli sveitarfélaga á uppfærðum reglum, en sveitarfélög koma að málefnum hvalreka, bæði sem landeigandi sem og viðbragðsaðili við upplýsingagjöf.

Nýjar verklagsreglur eru aðgengilegar á vefsíðu Umhverfisstofnunar.