Hvað er næst í loftslagsmálum og orkuskiptum?

Tveir viðburðir eru á döfinni undir hatti RECET verkefnisins.

Sá fyrri er staðfundur á Ísafirði 8. febrúar nk. og ber heitið Af hverju loftslags- og orkuskiptaáætlanir? Þar verður blásið til málþings þar sem farið verður í saumana á því af hverju það er mikilvægt að gera loftslags- og orkuskiptaáætlanir á Vestfjörðum og hver er ávinningurinn.

Sá seinni er í Hofi, Akureyri 21. febrúar nk. og ber titillinn Orkuskipti á Norðurlandi – Hvað er næst? Fjallað verður um stöðu mála í orkuskiptum á Norðurlandi, olíunotkun svæðisins verður kynnt ásamt sérstakri umfjöllun um orkuskipti í þungaflutningum og við hafnir. Fundinum verður einnig streymt á Teams.