18. sep. 2017

Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga í deigunni

  • Husnaedisthing-2017

ILS_Husnthing_Email-toppur_600x200-@x2_0917_v2Húsnæðisþing, nýr vettvangur vegna húsnæðisstefnu stjórnvalda, verður haldið á vegum Íbúðalánasjóðs þann 16. október nk. Stefnt er að því að staðan í gerð húsnæðisáætlana sveitarfélaga verði kynnt á þinginu.

Stefnt er að því að framvegis verði boðað til húsnæðisþings einu sinni á ári til þess að leggja grunn að húsnæðisstefnu stjórnvalda. Auk þess sem farið verður yfir stöðu húsnæðismála m.t.t. húsnæðisáætlana sveitarfélaga, þá verða kynntar nýjustu rannsóknir á sviði húsnæðismála og þær lausnir sem komið gætu til greina hverju sinni.

Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga byggja annars vegar á framboði og eftirspurn alls húsnæðis innan sveitarfélagsins og hins vegar þeim aðgerðum sem ætlað er að mæta húsnæðisþörf hvers tíma.

Eru sveitarfélög sem hafa ekki lokið við gerð húsnæðisáætlunar, hvött til að gera það eins fljótt og auðið er og allra helst í tíma fyrir þetta fyrsta húsnæðisþing.

Íbúðalánasjóður veitir fúslega þeim, sem þess óska, aðstoð eftir fremsta megni. Tengiliðir sjóðsins í þeim efnum eru þau Sigrun Ásta (sigrun@ils.is) og Kristján Arnarson (kristjan.arnarsson@ils.is).

Húsnæðisþing 2017 fer fram eins og áður segir 16. október nk. kl. 10:00 til 17:00 á Reykjavík Nordica við Suðurlandsbraut.