Hlutdeild Úrvinnslusjóðs í kostnaði sveitarfélaga

Opinn fjarfundur um Hlutdeild Úrvinnslusjóðs í kostnaði sveitarfélaga fer fram miðvikudaginn 15. febrúar kl. 10:00-11:30.

Fundurinn er hluti af fundarröð sambandsins undir átakinu Samtaka um hringrásarhagkerfi.

Tilefnið eru breytingar á lögum um úrvinnslugjald og fleiri lögum vegna innleiðingar hringrásarhagkerfis sem innleiddar voru í íslenskt regluverk í júní 2021 og komu til framkvæmda um síðustu áramót. Söfnunarkerfi sveitarfélaga taka við umbúðum og vörum sem bera úrvinnslugjald og samkvæmt lögunum skal Úrvinnslusjóður fjármagna og tryggja meðhöndlun vara og umbúða sem bera úrvinnslugjald eftir að þær verða að úrgangi. Fjármögnunin skal þ.m.t. standa straum af kostnaði við sérstaka söfnun og aðra söfnun. Ábyrgðin nær einnig til fræðslu og hreinsunar á víðavangi á þeim vörum og umbúðum sem bera úrvinnslugjald.

Nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn hér að neðan - tengill verður sendur til skráðra þátttakenda að morgni fundardags.

Dagskrá:

  1. Opnun. Magnús Jóhannesson formaður Úrvinnslusjóðs.
  2. Hlutdeild Úrvinnslusjóðs í kostnaði sveitarfélaga vegna meðhöndlunar úrgangs. Ólafur Kjartansson framkvæmdarstjóri Úrvinnslusjóðs.
  3. Heildarkostnaður sveitarfélaga vegna meðhöndlunar úrgangs. Sigurður Ármann Snævarr, sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
  4. Pallborð um kostnað sveitarfélaga vegna innleiðingar hringrásarhagkerfis.
  5. Umræður

Fundarstjóri er Freyr Eyjólfsson, fjölmiðlamaður og sérfræðingur SORPU bs.

Skráning á fundinn