Hertar takmarkanir til að sporna við útbreiðslu smita

Frá og með Þorláksmessu verða almennar fjöldatakmarkanir 20 manns og nándarregla 2 metrar í stað 1 með ákveðnum undantekningum.

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að herða takmarkanir á landinu vegna COVID-19.

Reglugerðina, minnisblað sóttvarnalæknis og frekari upplýsingar eru að finna hér.

Við viljum einnig benda á pistil sóttvarnalæknis frá því í dag inn á covid.is, sjá hér.

Helstu breytingar eru eftirfarandi:

  • Almennar fjöldatakmarkanir 20 manns og börn ekki undanskilin, ath. breyting.
  • Tryggja skal að ekki sé samgangur milli rýma á öllum vinnustöðum og í allri starfsemi að ekki séu á sama tíma fleiri en 20 einstaklingar inni í sama rými.
  • Nándarregla 2 metrar. Börn fædd 2016 og síðar eru undanþegin. Á veitingastöðum og meðal gesta á sitjandi viðburðum er nándarregla 1 metri milli sitjandi gesta.
  • Grímuskylda: Almennt er skylt að nota grímu ef ekki er hægt að virða 2 metra regluna og skylt er að bera grímu í verslunum og verslunarmiðstöðvum. Börn fædd 2006 og síðar eru undanþegin grímuskyldu.
  • Sitjandi viðburðir, heimilt er að hafa allt að 50 manns á sitjandi viðburðum, að eftirfarandi skilyrðum uppfylltum:

1.  Allir gestir séu sitjandi og ekki andspænis hver öðrum.

2.  Viðhöfð sé 1 metra nálægðartakmörkun milli ótengdra gesta.

3.  Allir gestir noti andlitsgrímu.

4.  Ekki séu seldar áfengisveitingar fyrir viðburð, á meðan hann stendur yfir og eftir að honum lýkur.

5.  Gestir skulu beðnir um að halda kyrru fyrir í sætum sínum, ef hlé er gert á viðburði, sé þess kostur.

  • Hraðprófsviðburðir:

Með notkun hraðprófa er heimilt að halda skipulagða viðburði fyrir allt að 200 manns í sóttvarnahólfi. Uppfylla þarf sömu skilyrði og talin eru upp hér að ofan um sitjandi viðburð.

  • Söfn mega taka á móti 50 manns í hverju hólfi að börnum meðtöldum. Fyrir hverja 10 m² má bæta við fimm viðskiptavinum að hámarki 500 manns.
  • Íþróttaæfingar og keppnir barna og fullorðinna eru heimilar, jafnt með eða án snertingar, fyrir allt að 50 manns.
  • Heilsu og líkamsræktarstöðvum er heimilt er að taka má móti 50% af hámarksfjölda gesta. Börn fædd 2016 og síðar teljast ekki með.
  • Skíðasvæðum er heimilt er að taka má móti 50% af hámarksfjölda gesta. Börn fædd 2016 og síðar teljast ekki með.
  • Sund og baðstaðstöðvum er heimilt er að taka má móti 50% af hámarksfjölda gesta. Börn fædd 2016 og síðar teljast ekki með.
  • Veitingahúsum og öðrum stöðum þar sem áfengisveitingar eru heimilar er óheimilt að hleypa inn nýjum viðskiptavinum eftir kl. 21.00 og allir gestir eiga að vera farnir hið síðasta kl. 22.00. Sama gildir um einkasamkvæmi á stöðum með vínveitingaleyfi. Nándarregla milli sitjandi gesta á veitingastöðum er 1 metri.
  • Hvatt er til fjarvinnu á vinnustöðum eftir því sem mögulegt er.

Fylgiskjöl