Heimsókn frá lettneska sveitarfélaginu Balvi til sambandsins

Í gegnum árin hefur sambandið tekið á móti og skipulagt námsheimsóknir til Íslands fyrir fjölda sveitarfélaga í baltnesku löndunum sem hafa fengið styrk til slíkra námsferða frá Norrænu ráðherranefndinni.

Fulltrúar frá Lettneska sveitarfélaginu Balvi ásamt Önnu Guðrúnu Björnsdóttir, sviðsstjóra þróunar- og alþjóðasviðs sambandsins.

Lettnesk sveitarfélög hafa verið sérstaklega dugleg að nýta sér þessa styrkjamöguleika.

Þessar heimsóknir eru nú aftur komnar í gang eftir Cóvíd tímabilið. 22. maí tók sambandið á móti átta kjörnum fulltrúum og starfsmönnum frá sveitarfélaginu Balvi sem er tæplega 20 þúsund íbúa sveitarfélag í Austur Lettlandi, nálægt rússnesku landamærunum og landamærum Hvíta Rússlands, þar sem ríkir spenna vegna stríðsins í Úkranínu.

Aðstoðarborgarstjóri Balvi, sem er rithöfundur, leiddi hópinn. Hann hefur áður komið til Íslands og var mjög áhugasamur að fræðast um hvernig íslensk sveitarfélög vinna að uppbyggingu atvinnulífs og að því að skapa betri tækifæri fyrir íbúa í dreifbýlissveitarfélögum.

Með vísun til þess var förinni heitið, eftir Reykjavíkurheimsóknir, norður í land þar sem SSNEY skipulagði áhugaverða námsdagskrá fyrir hópinn, m.a. heimsókn í Þingeyjarsveit og á Húsavík að kynna sér starfsemi ”Stéttarinnar” hið nýja nýsköpunar-, rannsókna- og menntasetur á Norðurlandi eystra sem SSNE á aðild að.