Heimsmarkmiðin sem stjórntæki fyrir sveitarfélög

Norræna byggðastofnunin Nordregio, skipulagði í fyrra veffundaröð um innleiðingu heimsmarkmiðanna í norrænum sveitarfélögum og heldur nú áfram á þeirri braut með þremur veffundum.

Fyrsti fundurinn verður haldinn 3. febrúar nk. Á þeim fundi munu norræn sveitarfélög, sem eru í fararbroddi í innleiðingu heimsmarkmiðanna, þ. á m. Kópavogsbær, kynna hvernig þau hafa nýtt markmiðin sem stjórntæki og samþætt þau inn í grunnstefnur og -áætlanir sveitarfélagsins, s.s. fjárhags- og skipulagsáætlanir.

Næsti fundur, sem verður 16. febrúar nk., sá fundur verður helgaður mælikvörðum til að mæla framgang markmiðanna og sá síðasti, sem verður haldinn 2. mars nk., hvernig hægt sé að hagnýta opinber innkaup til að stuðla að sjálfbærni og draga úr neyslu.

Nánari upplýsingar á vefsíðu Nordregio.