Heimild sveitarstjórna til að víkja frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlaga til að tryggja starfshæfi sitt og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélags, á grundvelli VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, hefur verið framlengd til 10. mars 2021.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, veitti slíka heimild þann 19. mars sl. en með með auglýsingu, dags. 11. ágúst 2020, var heimildin framlengd um þrjá mánuði eða til 10. nóvember nk. Í ljósi hertra samkomutakmarkana og að viðhöfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga hefur ráðherra framlengt ofangreinda heimild í fjóra mánuði til viðbótar eða til 10. mars 2021. Auglýsing þess efnis hefur verið birt í Stjórnartíðindum.
Samband íslenskra sveitarfélaga áréttar að til að virkja áframhaldandi heimild til fjarfunda þarf sveitarstjórn að samþykkja að svo verði gert. Heimilt er að slík samþykkt fari fram á fjarfundi.