Heimastjórnir á Austurlandi

Gauti Jóhannesson sveitarstjóri Djúpavogshrepps gerði grein fyrir að vinnu samstarfshóps sveitarfélaganna sem nú undirbúa kosningu um sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi sem fram fara 26. október næstkomandi.

Gauti Jóhannesson sveitarstjóri Djúpavogshrepps gerði grein fyrir að vinnu samstarfshóps sveitarfélaganna sem nú undirbúa kosningu um sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi sem fram fara 26. október næstkomandi. Markmið sameiningarinnar er að bæta þjónustu, efla stjórnsýslu og auka árangur í byggða- og samgöngumálum. Gauti sagði að verið væri að þróa stjórnskipulag sem hann kallaði Heimastjórn og væri ætlað er að koma til móts við sjónarmið um tryggja áhrif heimamanna á nærþjónustuverkefni. Markmiðið væri að dreifa valdi og tryggja áhrif íbúa á nærþjónustu. Þannig væri til dæmis gert ráð fyrir að skóla-og frístundastarf verði á hverjum stað og afgreiðsla sveitarfélagsins sömuleiðis.

Gauti sagði að samstarfsnefndinni til aðstoðar hafi verið sex starfhópar skipaðir starfsfólki, kjörnum fulltrúum og fulltrúum félagasamtaka. Stjórnskipulagið sem er í undirbúningi gerir ráð fyrir 11 manna sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags með fulltrúum frá sveitarfélögunum fjórum og þriggja manna heimastjórn í hverju sveitarfélagi. Hver heimastjórn verður skipuð einum fulltrúa sveitarstjórnar og tveimur fulltrúum sem kosnir verða í beinni kosningu af íbúum viðkomandi svæðis. Undir sveitastjórnina munu heyra fimm manna Byggðaráð sem fjallar um fjármál og stjórnsýslu málefni, sjö manna fjölskylduráð sem fer með fræðslumál, félagsþjónustu, menningu og frístundir og sjö manna umhverfisráð sem fjallar um umhverfismál, skipulags- og byggingamál.

Að sögn Gauta verður verkefni heimastjórnanna að samræma verkefni og að álykta til sveitarstjórnar um þau málefni sem varða íbúa á starfssvæðinu. Þeim verður einnig falið að afgreiða deiliskipulagstillögur á sínu starfssvæði og veita umsagnir og gera tillögur um leyfismál. Önnur mál sem falla undir heimastjórnir varða til dæmis fjallskil, umsjón félagsheimila og úthlutun styrkja, verkefni náttúruverndarnefnda og umsagnir um staðbundnar gjaldskrár

Gauti sagði að lögð væri áhersla á að staðbundin afgreiðsla verði áfram í öllum eldri sveitarfélögunum og taldi hann að sameiningin skapaði tækifæri til að auka sérhæfingu og styrkja stjórnsýslulega framkvæmd í sveitarfélaginu. Hann sagði að áhrif íbúa í fámennari sveitarfélögum yrðu ekki tryggð með neinni einni aðgerð. Lykilþættirnir til að það mætti gerast væri vilji og áhugi heimamanna á að varðveita sérstöðu samfélagsins.