Heildarendurskoðun á útgáfu námsgagna

Mennta- og barnamálaráðuneytið stóð ásamt Sambandi íslenskra sveitarfélaga og fleiri samstarfsaðilum fyrir málþingi um framtíðarfyrirkomulag útgáfu námsgagna á föstudag. Meginumfjöllunarefnið var hvaða leiðir eru færar til að auka aðgengi nemenda að vönduðum námsgögnum.

Frá málþinginu sl. föstudag. Mynd af vef stjórnarráðsins.

Fjölbreyttur hópur fjölmennti á málþingið og kom sínum sjónarmiðum á framfæri í pallborðsumræðum og málstofum. Málþingið er liður í heildarendurskoðun mennta- og barnamálaráðuneytisins á fyrirkomulagi námsgagnaútgáfu í samræmi við aðgerð 9 í menntastefnu stjórnvalda til ársins 2030 um vönduð náms- og kennslugögn fyrir allt menntakerfið. Niðurstöðurnar verða nýttar við endurskoðun á lögum um námsgögn og aðkomu ríkisins.

Fréttin á vef stjórnarráðsins.