Haustráðstefna FENÚR 2019

Haustráðstefna FENÚR verður haldin á Hótel Örk í Hveragerði fimmtudaginn 17. október kl. 13:00-17:00. Plast verður í aðalhlutverki á ráðstefnunni en fjallað verður um umhverfis- og úrgansmál í víðara samhengi.

Haustráðstefna FENÚR verður haldin á Hótel Örk í Hveragerði fimmtudaginn 17. október kl. 13:00-17:00. Plast verður í aðalhlutverki á ráðstefnunni en fjallað verður um umhverfis- og úrgansmál í víðara samhengi. Meðal framsögumanna er Eygerður Margrétardóttir, sérfræðingur sambandsins í úrgangs- og umhverfismálum.

Ráðstefnugjald er kr. 7.900 fyrir félagsmenn í FENÚR, 9.900 fyrir aðra. Skráning fer fram í gegnum netfangið fenur@fenur.is. Mikilvægt er að skrá sig og vinsamlegast gefið upp fjölda þátttakanda ásamt nafni og kennitölu greiðanda.

Boðið verður upp á rútuferð sem er innifalið í ráðstefnugjaldi. Rútan fer frá bílaplani við Sambíóin við Álfabakka kl.12.15 og heimferð frá Hveragerði áætluð kl.18.00 þar sem Pure North Recycling býður til móttöku milli kl.17.00-18.00.