Hagvöxtur landshluta 2008-2016

Hagvöxtur var 15-18% í þeim landshlutum sem hann var mestur á árunum 2016-2018 og talsvert yfir landsmeðaltali sem nam 10% á þessu árabili. Þetta er að meðal þess sem kemur fram í Hagvöxtur landshluta 2008-2016 sem kom nýlega út. Skýrslan er unnin af Dr. Sigurði Jóhannessyni hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands í samvinnu við þróunarsvið Byggðastofnunar.

Hagvöxtur var 15-18% í þeim landshlutum sem hann var mestur á árunum 2016-2018 og talsvert yfir landsmeðaltali sem nam 10% á þessu árabili. Þetta er að meðal þess sem kemur fram í Hagvöxtur landshluta 2008-2016, skýrslu sem kom nýlega út og unnin er af Dr. Sigurði Jóhannessyni hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands í samvinnu við þróunarsvið Byggðastofnunar.

Frá hruni bankanna hefur framleiðsla vaxið meira í þremur landshlutum en annars staðar á landinu eða á Suðurlandi, Suðurnesjum og á Norðurlandi eystra. Nam hagvöxtur 15-18% í þessum svæðum 2008 til 2016, langt yfir landsmeðaltali, sem var 10% á því tímabili. 

Þá vekur athygli 11% vöxtur á Norðurlandi vestra, en þar óx framleiðsla lengi einna hægast á landinu. 

Síðustu árin virðist framleiðsla einnig vera á uppleið á Vestfjörðum, sem má að líkindum rekja til aukins fiskeldis eftir 2016. 

Framleiðsla á Vesturlandi er ekki miklu meiri 2016 en 2008, en hún hefur aðeins tekið við sér seinustu árin. Á Austurlandi virðist framleiðsla fremur fara minnkandi eftir góðan vöxt fyrst eftir að álver tók til starfa í Reyðarfirði. 

Framleiðsla jókst áfram mikið á Suðurlandi síðasta árið sem hér er skoðað, 2016, eða um 9%. Á Suðurnesjum jókst framleiðsla um 7% 2016 og raunar var þá einnig góður hagvöxtur á Norðurlandi eystra, eða um 5%, þótt hann væri aðeins undir landsmeðaltalinu, sem var 7%.