Guðjón Bragason lætur af störfum

Guðjón Bragason, sem starfað hefur sem sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá árinu 2007, hefur óskað eftir lausn frá störfum. Samkomulag hefur orðið um að starfslok hans miðist við 1. maí.

Guðjón Bragason, fráfarandi sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Guðjóni eru færðar þakkir fyrir vel unnin störf undanfarin 16 ár og óskum við honum velfarnaðar í þeim verkefnum sem hann tekur sér fyrir hendur.

Guðjón vill koma á framfæri góðum kveðjum og þakklæti fyrir gefandi og skemmtileg kynni við sveitarstjórnarmenn um allt land. Hið sama á við um samstarfsaðila hjá ráðuneytum, stofnunum, sveitarfélögum og landshlutasamtökum sveitarfélaga, Alþingi og fjölda annarra aðila. Einnig vill hann færa stjórn sambandsins, nýjum framkvæmdastjóra og samstarfsfólki hjá sambandinu óskir um gott gengi í þeim skemmtilegu en jafnframt krefjandi verkefnum sem framundan eru.