Í samráðsgátt stjórnvalda er nú að finna grænbók um sveitarstjórnarmál.
Grænbókinni er ætlað að leggja grunn að umræðu um stöðu sveitarfélaga í helstu málaflokkum en í henni má finna greiningu á stöðunni hvað varðar þróun sveitarstjórnarstigsins, fjármál og rekstur, lögbundin og lögheimil verkefni, lýðræði, loftlags- og umhverfismál og stafræna umbreytingu. Í framhaldinu verður unnin hvítbók og í kjölfar samráðs um hana verður lögð fram á Alþingi þingsályktun um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga.
Sambandið hvetur sveitarfélögin til að kynna sér efni grænbókarinnar en frestur til að skila inn umsögnum er til 4. janúar næstkomandi. Umsögn sambandsins má finna hér.