07. nóv. 2016

GERT - kynning fyrir náms- og starfsráðgjafa

Miðvikudaginn 9. nóvember efnir GERT til kynningarfundar fyrir náms- og starfsráðgjafa. GERT stuðlar að því að brúa bilið á milli núverandi stöðu og framtíðarþarfa nemenda og vinnumarkaðar með því að auka áhuga, árangur og námstækifæri nemenda í námi á sviði raunvísinda og tækni.

Fundurnin fer fram í Kviku, 1. hæð í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35 og hefst hann kl. 14:00. Áformað er að honum ljúki kl. 15:30.