Fundur um stuðning ríkisins vegna fráveituframkvæmda

Samband íslenskra sveitarfélaga og Samorka boða til sameiginlegs fundar um stuðning ríkisins við sveitarfélög vegna fráveituframkvæmda. Fundurinn fer fram fimmtudaginn 14. janúar kl. 13:00 í gegnum Microsoft Teams forritið.

Ný hreinsistöð Norðurorku á Akureyri (Mynd: Norðurorka)

Reglugerð um úthlutun styrkja til fráveitna sveitarfélaga var birt í Stjórnartíðindum þann 30. desember 2020. Á fundinum  verður fjallað um aðdraganda og mikilvægi slíks styrkjakerfis, auk þess sem fulltrúi frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu mun kynna nýja reglugerð og fyrirkomulag við úthlutun styrkja. Einnig mun gefast tækifæri til spurninga og umræðna.