Fundir um samstarfsmöguleika með pólskum sveitarfélögum

Sendinefndir frá systursamböndum Sambands íslenskra sveitarfélaga í Noregi og Póllandi funduðu með íslenskum sveitarfélögum 24. janúar í Reykjavík og 26. janúar á Akureyri um samstarfsmöguleika með tilstyrk EES uppbyggingarsjóðsins.

Fundargestir fyrir utan Ráðhúsið á Akureyri.

Hópurinn fór einnig til Húsavíkur þar sem var haldinn fundur með sveitarstjórnarfólki og forvígismönnum hins nýjar nýsköpunar- og fræðsluseturs Stéttarinnar.

Á fundunum kom fram mikill áhugi hjá íslenskum sveitarfélögum á að efla samstarfstengsl við pólsk sveitarfélög. Akureyrarbær hefur riðið á vaðið og þegar undirritað samstafssamning við pólska sveitarfélagið Jelena Góra. Samstarfið lýtur m.a. að ungmennaheimsóknum og þekkingarmiðlun um stafvæðingu og orkumál.

Næsta skref verður væntanlega að kanna áhuga íslenskra sveitarfélaga að taka á móti fulltrúum pólskra sveitarfélaga í nokkra daga námsdvöl í haust sem gæti verið fyrsta skref að frekara samstarfi.