Út er komin skýrsla afmælisnefndar aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands þar sem m.a. má finna upplýsingar um framkvæmd afmælisársins og yfirlit yfir öll verkefni sem skráð voru á dagskrá afmælisársins.
Út er komin skýrsla afmælisnefndar aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands þar sem m.a. má finna upplýsingar um framkvæmd afmælisársins og yfirlit yfir öll verkefni sem skráð voru á dagskrá afmælisársins.
Í skýrslunni kemur m.a. fram að alls voru 459 viðburðir skráðir á dagskrárvef afmælisársins. Þar af voru 268 styrktir af afmælisnefnd, að undangenginni auglýsingu og valferli. Þá sóttu alls 287 þúsund gestir þá viðburði sem skráðir voru á dagskrárvefinn. Tæplega 15 þúsund einstaklingar voru jafnframt virkir þátttakendur í viðburðum.
Að mati afmælisnefndarinnar er því óhætt segja að með virkri þátttöku stofnana, félagasamtaka, sveitarfélaga, einstaklinga og fyrirtækja hafi afmælisárið tekist vel og má ekki hvað síst þakka það frumkvæði, hugmyndaauðgi og þátttöku allra landsmanna.
Ljósmyndin hér að ofan er úr sýningunni Fullveldið í augum grunnskólabarna, sem nemendur Valsárskóla á Svalbarðseyri stóðu að.