Þann 22. maí komu 20 framkvæmdastjórar frá finnskum sveitarfélögum í heimsókn til sambandsins, ásamt framkvæmdastjóra finnska sveitarfélagasambandsins og fleiri starfsmönnum þess.
Heimsóknin var liður í námsferð til Íslands sem finnska sveitarfélagasambandið skipulagði fyrir samstarfsnet framkvæmdastjóra sveitarfélaga sem eru tvítyngd eða aðallega sænskumælandi.
Framkvæmdastjórarnir heimsóttu líka Reykjavíkurborg þar sem þau funduðu með Heiðu Björgu Hilmisdóttur formanni sambandsins og Degi B. Eggertssyni borgarstjóra til að fræðast m.a. um “Islandsmodellen” sem snýst um góðan árangur Íslands í að draga úr áfengisdrykkju ungs fólks.
Á fundinum hjá sambandinu fóru sviðsstjórarnir Anna G. Björnsdóttir og Sigurður Ármann Snævarr yfir verkefni, áskoranir og fjármál íslenskra sveitarfélaga. Hinum finnsku gestum þótti eftirtektarvert hversu margt er líkt á milli íslenskra og finnskra sveitarfélaga.