Frumvarp til nýrra umferðalaga

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti kallar eftir umsögnum um drög að nýju frumvarpi til umferðarlaga á samráðsgátt stjórnarráðsins. Drögin taka mið af þeim athugasemdum sem komið hafa fram í fyrra samráði, en frumvarp til nýrra umferðarlaga hefur verið lagt fjórum sinnum fram á Alþingi, nú síðast á 141. löggjafarþingi 2012-2013.

UmferdSamgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti kallar eftir umsögnum um drög að nýju frumvarpi til umferðarlaga á samráðsgátt stjórnarráðsins.

Drögin taka mið af þeim athugasemdum sem komið hafa fram í fyrra samráði, en frumvarp til nýrra umferðarlaga hefur verið lagt fjórum sinnum fram á Alþingi, nú síðast á 141. löggjafarþingi 2012-2013.

Í frumvarpsdrögunum er kafli í almennri greinargerð, þar sem tíundaðar eru þær breytingar sem orðið hafa frá síðasta samráði.

Töluvert af ábendingum og athugasemdum hafa borist ráðuneytinu frá síðustu umsagnarhrinu, m.a. vegna hjólreiða og breyttra samgönguhátta, aukinnar sjálfvirkni bíla, stöðubrota, sektarheimilda lögreglu, vegaeftirlits og notkun farsíma- og snjalltækja svo að dæmi séu nefnd.

Frestur til að skila inn umsögnum er til 10. ágúst nk.