Frestur veittur fram á föstudag

Undanfarnar vikur hefur sambandið staðið fyrir könnunum um innleiðingu hringrásarhagkerfis en sveitarfélög gegna lykilhlutverki í meðhöndlun úrgangs og innleiðingu hringrásarhagkerfis.

Kannanirnar eru unnar í tengslum við átakið Samtaka um hringrásarhagkerfi  sem sambandið setti  á fót með aðstoð Umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytisins. Kannanirnar eru framhald af fyrri könnun sem var framkvæmd sumarið 2022. Markmið átaksins er að aðstoða sveitarfélög við að innleiða nýleg lagaákvæða um úrgangsmál og innleiðingu hringrásarhagkerfis sem tóku gildi 1. janúar 2023.

Nú hafa svör borist frá 53 sveitarfélögum en svörin skiptast svo:

Númer könnunarFjöldi sveitarfélaga sem hafa svaraðÚtgáfudagur könnunar
Könnun 15113. mars 2023
Könnun 24627. mars 2023
Könnun 33519. apríl 2023

Til stóð að loka fyrir svörun á öllum þremur könnunum 3. maí en til að gefa þeim sveitarfélögum sem ekki hafa svarað tækifæri til þess að gera svo höfum við ákveðið að framlengja frestinn til og með föstudeginum 5. maí.

Óskað er eftir að hvert sveitarfélag svari könnuninni einu sinni. Niðurstöður könnunarinnar verða teknar heildrænt saman yfir landið en ekki eftir sveitarfélögum. Mikilvægt er fyrir sambandið og stjórnvöld að hafa góða yfirsýn yfir það hvar vel gengur og einnig hvar stuðnings er þörf við innleiðingu laganna. Niðurstöðurnar verða gerðar aðgengilegar á vefsíðu sambandsins.

Hafir þú einhverjar spurningar varðandi könnunina er bent á að hafa samband við Eygerði Margrétardóttir eða Þorgerði M Þorbjarnardóttur sem eru báðar sérfræðingar á lögfræði- og velferðarsviði sambandsins, netföng þeirra eru eygerdur.margretardottir@samband.is og thorgerdurm@samband.is.

Hér má finna slóðir á kannanirnar:

Könnun 1

Könnun 2

Könnun 3