13. des. 2016

Framtíð Evrópu og jafnrétti í sveitarfélögum á dagskrá stefnumótunarnefndar Evrópusamtaka sveitarfélaga í Maastricht

Í ár eru 25 ár liðin frá því að Maastricht-sáttmálinn var undirritaður. Miklar vonir voru bundnar við sáttmálann, ekki síst af hálfu sveitarstjórnarstigsins því með honum var nálægðarreglan fest í sessi og Svæðanefnd ESB sett á laggirnar. Nú 25 árum seinna stendur Evrópusamvinnan frammi fyrir áskorunum sem aldrei fyrr. Þetta ræddu evrópskir sveitarstjórnarmenn í stefnumótandi nefnd Evrópusamtaka sveitarfélaga (CEMR) í Maastricht í dag um leið og þeir minntust 25 ára afmælis sáttmálans. Á fundinum voru líka umræður um jafnrétti í sveitarfélögum í tilefni af 10 ára afmæli Evrópusáttmála um jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum og svæðum sem CEMR hafði forgöngu um.

Stefnumótandi nefnd CEMR fer með yfirstjórn samtakanna og kemur saman tvisvar á ári. Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hveragerði, Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþingi eystra og Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi í Reykjavík sátu fundinn, ásamt Önnu G. Björnsdóttur sviðsstjóra og Guðrúnu Dögg Guðmundsdóttur forstöðumanni Brussel-skrifstofu sambandsins.

Policy-committeeFulltrúar á stefnumótunarfundi

Theo Bouvens, forseti Limborgarhéraðs, bauð fundargesti velkomna og Fréderic Velletoux, bæjarstjóri Fontainebleau í Frakklandi, Hildegard Schneider, prófessor í Evrópurétti við Maarstricht háskóla, Gunn Marit Helgesen, formaður norska sveitarfélagasambandsins, Stefano Bonacci, formaður ítalska sveitarfélagasambandsins, Karl-Heinz Lambertz, varaforseti Svæðanefndar ESB, Yvan Mayeur, borgarstjóri Brussel, Rainier Haas, forseti héraðsráðs Ludwigsborgar í Þýskalandi og Ewa Jansczar, borgarfulltrúi Varsjár ræddu framtíðarsýn Evrópu. Framsögumenn lýstu m.a. áhyggjum sínum af Brexit, innflytjenda- og flóttamannamálum og ytri landamærum sambandsins og samskiptum við Tyrkland, skorti á samkennd í Evrópu, vaxandi fátækt, framgangi þjóðernissinna og lýðskrumara og fleiri vandamálum. Áhyggjum var lýst af því að hjá ákveðnum hópum veki ESB ógn frekar en von um bætt samfélag og margir vöktu máls á að kostum Evrópu væri ekki haldið nógu sterkt á lofti og því sem sambandið hefur áorkað og áréttuðu að brýnt sé að fjalla á jákvæðari hátt um framtíð og kosti Evrópu og þannig að skilaboðin nái betur til almennings. Aðstæðum í dag var líkt við stöðuna í álfunni í kjölfar kreppunnar á þriðja áratug síðustu aldar og rætt var að það skipti höfuðmáli að berjast gegn því að Evrópusambandið liðist í sundur. Annars er hætta á að sagan endurtaki sig og Evrópa standi aftur frammi fyrir ófriði. Ef ríkisstjórnir vekja ekki athygli á þeim árangri sem hefur náðst í álfunni eftir að ESB varð til þá verður sveitarstjórnarstigið að taka að sér þetta hlutverk, verandi næst borgurunum. Miklu skiptir að berjast gegn undirróðri, einkum á samfélagsmiðlum, þar sem óhróðri og lygum er komið á framfæri og staðreyndir víkja fyrir athyglissýki. Einnig var rætt um skyldur þeirra sem sitja á valdastólum að tala þannig að fólk skilji og efla samkennd og skilning á mikilvægi sterkrar Evrópu. Fulltrúar breskra sveitarfélaga vöktu máls Brexit, að ekki megi túlka niðurstöðuna þannig að Bretland sé að hafna Evrópu og fulltrúi frá Wales sagði frá því að skuggakosningar hefðu verið haldnar í öllum grunnskólum Wales og alls staðar hefði niðurstaðan verið sú að halda áfram að veItaliara innan ESB. Fleiri fulltrúar létu í ljós þá skoðun að unga fólkið væri á margan hátt vonin meðan eldri kynslóðin væri áskorunin.

Fundarmenn minntust fórnarlamba hryðjuverkanna í Istanbul og átakanna í Aleppo með mínútuþögn og sneru sér síðan að kosningum nýrrar yfirstjórnar CEMR. Stefano Bonacci, formaður ítalska sveitarfélagasambandsins og forseti Emilia Romagna-héraðsins á Ítalíu, var kjörinn nýr forseti samtakanna og Gunn Marit Helgesen, formaður norska sveitarfélagasambandsins og Rainier Haas, forseti héraðsráðs Ludwigsborgar í Þýskalandi voru skipuð varaforsetar. Einnig voru kjörnir ellefu stjórnarmeðlimir og fjármálanefnd. Að loknum hefðbundnum fundarstörfum sneri nefndin sér að jafnréttis-málum.                                                                                                                                                                                                                         Stefano Bonacci, nýr forseti CEMR

Evrópusáttmálinn um jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum tíu ára

Áður en umræðurnar hófust var undirrituð samstarfstarfsyfirlýsing við Bilbaoborg og baskneska sveitarfélagasambandið um jafnréttisráðstefnu 2018 í Bilbao. Ibon Uribe, formaður jafnréttisnefndar CEMR, sagði frá þróun Evrópusáttmálans og vakti athygli á vefsetri hans, www.charter-equality.eu, þar sem finna má upplýsingar um aðila, fyrirmyndarverkefni o.fl. Ibon sagði einnig frá áhugaverðu verkefni um vísa sem hafa verið þróaðir til að leggja mat á hvernig  sveitarfélögum og rannsóknarverkefni CEMR um efnið og því að sáttmálinn væri að fá aukna útbreiðslu t.d. til Afríkuríkja og verið er að vinna að Miðjarðahafsútgáfu. Framkvæmdastjóri CEMR vakti athygli á að á stuttum tíma hafi tekist að jafna hlutföll kynjanna í stefnumótunarnefnd samtakanna en konur eru nú 46% fulltrúa. Barbara Helfferich, framkvæmdasstjóri Evrópusamtaka sem berjast gegn fátækt, sagði stefnumótun án fjármagns aðeinst skáldskap og áréttaði að jafnréttisstarfi verður að fylgja fjármagn. Hún minntist á ýmsa gagnlega Evrópulöggjöf s.s. jafnréttis- og vinnuverndarreglur, reglur um fæðingarorlof og fleira en sagði enn langt í land í jafnréttismálum. Atvinnuþátttaka kvenna í ESB er 67%, launamismunur er enn 17%  —  hann hefur einungis minnkað um 3% síðan á 5. áratugnum — , 80% láglaunastarfa eru unnin af konum á meðan konur eru 60% þeirra sem útskrifast úr háskólum. Aukin menntun og hæfni kvenna endurspeglast enn ekki í launum eða stöðu þeirra á vinnumarkaði. Jafnframt hefur ein af hverjum fimm konum í ESB verið beitt heimilisofbeldi og helmingur kvenna hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað. Barbara sagði efnahagskreppuna og samdrátt hafa hlutfallslega meiri neikvæð áhrif á konur en karla og að innflytjendakonur væru oft í afar veikri stöðu. Hún sagði miður að kynjajafnrétti sé ekki forgangsmál hjá ESB. Pólitískur áhugi á þessu mikilvæga málefni virðist takmarkaður hjá framkvæmdastjórninni; jafnréttismælikvörðum í fjárhagsáætlun ESB hefur fækkað og aðeins eitt stórt lagasetningarmál er til umræðu en í mars er væntanlegt frumvarp til laga um að bæta jafnvægi vinnu og einkalífs þar sem líklega verður að finna lengt lágmarks-fæðingarorlof, feðraorlof, foreldraorlof auk sk. umönnunarorlofs — þessi löggjöf mun hafa áhrif á sveitarfélög. Engin jafnréttisáætlun hefur verið samþykkt í stað þeirrar sem rann út í fyrra, stefnumótun sambandsins í jafnréttismálum er að finna vinnuskjali sem hefur alls ekki sömu vigt og samþykktar jafnréttisáætlanir fyrri tíma. Barbara sagði sambandið einblína á efnahagsmál en gera sér ekki grein fyrir því að fjárfesting í félagsmálum — („care economy“) — þ. á m. í jafnréttismálum, væri ekki aðeins jákvæð fyrir samfélagið heldur borgaði sig einnig fjárhagslega. Brýnt er að kynjasamþættingu sé beitt þegar brugðist er við helstu áskorunum í Evrópu á næstu árum s.s. lýðfræðilegum breytingum, innflytjenda- og flóttamannamálum og mögulegri efnahagskreppu.

CEMR lýsir áhyggum af ástandinu í Tyrklandi og ályktar um málið

CEMR hefur formlega óskað eftir upplýsingum frá tyrkneska sveitarfélgasambandinu um ólýðræðislega brottvikningu fjölda sveitarstjórnarmanna. Á stefnumótunarfundinum voru hryðjuverkaárásirnar í Istanbul fordæmdar og þungum áhyggjum lýst af atburðum síðustu mánaða í Tyrklandi en fjöldi lýðræðislega kjörinna fulltGultan-Kışanakrúa hefur verið látinn víkja fyrir fulltrúum ríkisttjórnarinnar. CEMR kallar eftir að fangelsaðir bæjarstjórar og sveitarstjórnarmenn verði látnir lausir tafarlaust og vekur sérstaka athygli á fangelsum bæjarstjóra borgarinnar Diyarbakir, Gultan Kisanak, sem hneppt var í varðhald við komu til landsins eftir þátttöku í fundi alþjóðasamtaka sveitarfélaga í Bogota, Kólumbíu.  CEMR áréttar að Tyrklandi beri að virða stjórnfestu og mannréttindi og þær meginreglur lýðræðsins sem settar eru fram í Evrópusáttmála um sjálfstjórn sveitarfélaga.                                                                               

Á fundinum var einnig fjalllað um venjubundin mál eins og fjárhags- og starfsáætlun næsta árs og alþjóðastarf samtakanna. Auk þess var gengið formlega frá samþykkt lista yfir forgangsmál CEMR á sviði kynjajafnréttis og á sviði orkumála sem eru mikilvæg hagsmunamál sveitarfélaga. 

Nánar hér um fundinn www.ccre.org/en/actualites/view/3409