Framtíð byggðaþróunar á Norðurlöndum

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, Byggðastofnun og Nordregio (rannsóknastofnun Norrænu ráðherranefndarinnar í skipulags- og byggðamálum) boða til fundar fimmtudaginn 12. september nk. í Háskólanum á Akureyri um tækifæri og áskoranir í byggðaþróun.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, Byggðastofnun og Nordregio (rannsóknastofnun Norrænu ráðherranefndarinnar í skipulags- og byggðamálum) boða til fundar fimmtudaginn 12. september nk. í Háskólanum á Akureyri um tækifæri og áskoranir í byggðaþróun.

Nú er að hefjast undirbúningur að nýrri norrænni samstarfsáætlun um byggðaþróun og skipulagsmál fyrir árin 2021-2024. Að því tilefni hafa leiðandi norrænir og alþjóðlegir sérfræðingar verið fengnir til að skoða ákveðna þætti er varða tækifæri og áskoranir í byggðaþróun til framtíðar. Hver sérfræðingur mun leitast við að svara einni tiltekinni spurningu og kynna niðurstöður sínar í fyrirlestri á ráðstefnunni. Fulltrúar frá ýmsum ráðuneytum á Norðurlöndum ræða síðan niðurstöðurnar í lok hvers fyrirlesturs.

Lögð verður áhersla á mismunandi þætti byggðaþróunar, t.d. velferð, þéttbýlismyndun, dreifbýlisþróun, loftslagsmál, þróun á norðurslóðum og margt fleira. Hvað af þessu hefur skipt mestu máli fram að þessu? Hver eru mikilvægustu tækifærin og áskoranirnar fyrir framtíðina? Hvernig standa Norðurlöndin og svæði innan þeirra í alþjóðlegu samhengi? Hver ættu helstu áhersluatriði Norðurlanda í byggðaþróun að vera næstu árin?

Sambandið hvetur sveitarstjórnarmenn sem eiga þess kost að sækja ráðstefnuna. Ráðstefnan fer fram á ensku og stendur frá kl. 9-17. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn á meðan húsrúm leyfir. Skráðum þátttakendum er boðinn hádegisverður.

Skráning fer fram á vef Stjórnarráðsins.

Fundinum verður streymt í beinni útsendingu á vef Stjórnarráðsins.

Myndin með myndinni er frá Akureyri og er tekin af vef Byggðastofnunar.