Forskot til framtíðar–ráðstefna um vinnumarkaðsmál

Ráðstefnan Forskot til framtíðar verður haldin föstudaginn 2. nóvember nk. frá klukkan 9 til 14:10 á Hilton Reykjavík Nordica. Til umfjöllunar verður vinnumarkaður framtíðarinnar, með áherslu á möguleg áhrif breyttrar heimsmyndar á náms- og atvinnutækifæri ungs fólks.

Ráðstefnan Forskot til framtíðar verður haldin föstudaginn 2. nóvember nk. frá klukkan 9 til 14:10 á Hilton Reykjavík Nordica. Til umfjöllunar verður vinnumarkaður framtíðarinnar, með áherslu á möguleg áhrif breyttrar heimsmyndar á náms- og atvinnutækifæri ungs fólks.

Ráðstefnan er opin öllum og allir sem hafa áhuga á mennta- og vinnumarkaðsmálum framtíðarinnar eru hvattir til að taka þátt.

Ráðstefnan er skipulögð í samstarfi við ASÍ, Bandalag háskólamanna, BSRB, Kennarasamband Íslands, Landssamtök íslenskra stúdenta, mennta- og menningarmálaráðuneytið, Samtök atvinnulífsins, Samband íslenskra framhaldsskólanema og Samband íslenskra sveitarfélaga.