Kosið verður til embættis forseta Íslands laugardaginn 1. júní 2024. Hægt er að kjósa utan kjörfundar m.a. hjá sýslumönnum og erlendis í sendiráðum og hjá ræðismönnum Íslands.
Á vefsíðum flestra sveitarfélaga má finna upplýsingar um kjördeildir og á vef Landskjörstjórnar má finna kjörskrá þar sem íbúar geta flett upp í hvaða kjördeild þeir eru skráðir.