Forsendur framlaga Jöfnunarsjóðs aðgengilegar í nýrri upplýsingagátt

Skömmu fyrir áramót opnaði Jöfnunarsjóður sveitarfélaga nýja upplýsingagátt sem veitir aðgang að tölfræðiupplýsingum um framlög sjóðsins. Í gáttinni er einnig hægt að skoða forsendur sem liggja til grundvallar við útreikning framlaga.

Skömmu fyrir áramót opnaði Jöfnunarsjóður sveitarfélaga nýja upplýsingagátt sem veitir aðgang að tölfræðiupplýsingum um framlög sjóðsins. Í gáttinni er einnig hægt að skoða forsendur sem liggja til grundvallar við útreikning framlaga.

Í upplýsingagáttinni er hægt að skoða og bera saman framlög sjóðsins eftir landsvæðum og sveitarfélögum allt aftur til ársins 2013. Þegar smellt er á nýjan hnapp („Forsendur framlaga“) má skoða öll helstu gögn sem liggja á bak við framlög sjóðsins, ásamt myndrænni framsetningu og þróun frá árinu 2013. Aukinheldur má sjá skýringar og upplýsingar um gögnin við hvert framlag.

Upplýsingagáttin byggir á forritinu PowerBI sem gerir notendum kleift að skoða gögn á gagnvirkan, sjónrænan og aðgengilegan hátt. Markmiðið er að gera framlögum Jöfnunarsjóðs skil á aðgengilegri máta en áður og auðvelda notendum að gera samanburð og afla sér greinargóðra upplýsinga um málaflokkinn.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Guðný Sverrisdóttir, formaður ráðgjafarnefndarinnar opnuðu upplýsingagáttina eftir breytingar á henni.